Telur Bjarna hafa brotið siðareglur

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir, hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem þess er farið á leit að embættið fjalli um það hvort Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, hafi gerst brotlegur við gildandi siðareglur ráðherra með því að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum fyrr en nokkrum vikum eftir að henni var skilað til ráðuneytisins.

„Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot,“ segir í erindi Svandísar.

Spurningar hafi vaknað um að ákvörðun Bjarna kunni að hafa varðað við c-lið 6. greinar siðareglanna en þar segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert