„Við fordæmum þennan gjörning“

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson. Ljósmynd/Úr einkasafni

Pírat­ar hafa ekki tekið ákvörðun um hvort íhuga eigi van­traust á ómyndaða rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, birti ekki skýrslu um eign­ir Íslend­inga í af­l­ands­fé­lög­um fyrr en nokkr­um vik­um eft­ir að henni var skilað til ráðuneyt­is­ins.

Frétt mbl.is: Þykir þetta ekk­ert óeðli­legt

„Við for­dæm­um þenn­an gjörn­ing all­an og leggj­um áherslu á að þetta er mjög svo mikið í stíl við það sem Sig­mund­ur Davíð gerði í því að upp­lýsa ekki um sín tengsl,“ seg­ir Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, þingmaður Pírata, í sam­tali við mbl.is. 

Þetta er eitt­hvað sem kem­ur held ég al­veg ör­ugg­lega inn á siðaregl­ur þing­manna; að ekki skuli halda upp­lýs­ing­um frá al­menn­ingi,“ bæt­ir Ein­ar við en Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður VG, sendi umboðsmanni Alþing­is er­indi þess efn­is að embættið fjalli um hvort Bjarni hafi gerst brot­leg­ur við gild­andi siðaregl­ur ráðherra.

Frétt mbl.is: Tel­ur Bjarna hafa brotið siðaregl­ur

Ein­ar seg­ir málið al­var­legt en menn verði að anda með nef­inu og ekki hafi verið ákveðið að lýsa yfir van­trausti á ómyndaða stjórn, eins og kom fram í frétt Rúv.

„Okk­ur finnst þetta jafnal­var­legt og ástæðan fyr­ir kosn­ing­um var en við erum ekki bún­ir að ákveða neitt slíkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert