„Þetta er magnað og harðduglegt fólk“

Guðmundur að störfum við tökur á kvikmynd sinni Fjallkóngar.
Guðmundur að störfum við tökur á kvikmynd sinni Fjallkóngar.

Guðmund­ur Berg­kvist seg­ist hafa orðið al­veg heillaður af sauðfjár­bænd­um í Skaft­ár­tungu sem hann fékk að fara með í nokkr­ar fjall­ferðir í stór­brot­inni nátt­úru­feg­urð. Hann frum­sýn­ir á morg­un heim­ild­ar­mynd sína, Fjall­kóng­ar, sem er fyrst og fremst mynd um fólk, en ekki kind­ur. Guðmund­ur seg­ir fólk hafa tekið góðan tíma í að hleypa hon­um að sér. Hann var fimm ár að vinna að mynd­inni.

Það er eitt­hvað þarna aust­ur­frá sem tog­ar mig alltaf aft­ur þangað. Ég fór á hverju ári að veiða í Tungufljót­inu og ég sæki mikið á þetta svæði, samt er ég ekki tengd­ur því nein­um fjöl­skyldu­bönd­um og var ekki í sveit þar sem ung­ur dreng­ur. Mín fyrstu kynni af fólk­inu í Skaft­ár­tungu voru í gegn­um störf mín sem tökumaður hjá Rúv, þegar ég var send­ur aust­ur til að mynda og taka viðtal við Dóra fjall­kóng. Hann er reglu­lega í frétt­un­um þegar Skaft­ár­hlaup­in koma, því jörðin hans Ytri-Ásar ligg­ur ná­lægt Skaftá og Eld­vatni. Ég fékk hug­mynd­ina að mynd­inni minni ein­mitt út frá kynn­um mín­um af Dóra, sem er stór­kost­leg­ur per­sónu­leiki. Mér fannst þessi ver­öld öll svo spenn­andi og fólkið sem til­heyr­ir henni,“ seg­ir Guðmund­ur Berg­kvist kvik­mynda­gerðarmaður sem frum­sýn­ir heim­ild­ar­mynd sína, Fjall­kóng­ar, á morg­un, fimmtu­dag. Hún fjall­ar um sauðfjár­bænd­ur í Skaft­ár­tungu og þar er fylgst með lífi þeirra á nokk­urra ára tíma­bili.
Heiða á Ljótarstöðum færir til tætluna í heyskap að sumri.
Heiða á Ljót­ar­stöðum fær­ir til tætl­una í heyskap að sumri.

„Það stóð ekki til í upp­hafi að taka fimm ár í að gera mynd­ina, en ég fór þris­var á fjall með þessu fólki og þar fyr­ir utan myndaði ég það við störf sín á öll­um árs­tím­um. Fókus­inn í mynd­inni er vissu­lega á fjall­ferðir, af því að af­rétt­ur­inn er það sem sam­ein­ar þetta fólk. Þau eru öll í sauðfjár­rækt og til að geta verið í því af al­vöru þá verður fólk að hafa af­rétt til að reka féð á yfir sum­arið. Og þá verður fólk líka að sam­ein­ast um af­rétt­inn og standa sam­an í fjár­leit­um, þó að allt logi kannski í ill­deil­um und­ir niðri,“ seg­ir Guðmund­ur og hlær.

„Það mátti litlu muna að ég dræpi mig“

Guðmund­ur seg­ir að hann hafi eign­ast marga góða vini í fólk­inu sem er í mynd­inni hans.

„Ég varð al­veg heillaður af þessu öllu sam­an, að fara með þeim á fjall og kynn­ast þeim öll­um svona vel. Nú fer ég á þorra­blót­in í sveit­inni og hvað eina,“ seg­ir hann og hlær al­sæll.

Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri Ásum.
Gísli Hall­dór Magnús­son bóndi á Ytri Ásum.

„Þetta var mik­il lang­ferð hjá mér, þessi fimm ár, og rosa­lega erfitt á köfl­um, ég lenti í öll­um and­skot­an­um. Ég lenti tvisvar í brjáluðu veðri, í annað skiptið var það mannskaðaveður, þá fórst er­lend­ur ferðamaður nokkra kíló­metra frá þar sem við vor­um. Ég fauk út af á fjór­hjól­inu og mátti litlu muna að ég dræpi mig. Ég kom þarna í upp­hafi töku­ferl­is­ins í fjárskaðaveðrinu haustið 2012, þá var brjálæðis­lega hvasst og ég var á byrj­un­ar­reit í kynn­um mín­um af þessu fólki. Menn voru ekk­ert al­veg á því að hleypa mér að sér, enda ekki sjálf­gefið að fólk geri það strax. Það tók tals­verðan tíma.“

Heiða er grjót­mögnuð

Guðmund­ur seg­ir að þó vissu­lega komi sauðfé mikið fyr­ir í mynd­inni hans, þá sé hún fyrst og fremst um fólk.

„Það sem ég fékk upp í hend­urn­ar í þess­ari mynd var margt ótrú­legt. Það voru at­b­urðir sem ég sá ekki fyr­ir, til dæm­is óvænt drama­tík,“ seg­ir Guðmund­ur hinn dul­ar­fyllsti og bæt­ir við að ekki skemmi fyr­ir að ein mann­eskj­an í mynd­inni, sauðfjár­bónd­inn Heiða á Ljót­ar­stöðum, sé nú orðin nokkuð þekkt per­sóna á Íslandi eft­ir að bók Stein­unn­ar Sig­urðardótt­ur um hana kom út um síðustu jól.

Jón Geir í réttinni ásamt ungbóndanum Bergi Sigfússyni.
Jón Geir í rétt­inni ásamt ung­bónd­an­um Bergi Sig­fús­syni.

„Ég byrjaði að vinna með henni í þess­ari mynd löngu áður en hún varð svo lands­fræg sem raun ber vitni, en ég held ekki vatni yfir því hvað hún Heiða er mögnuð. Hún er al­ger­lega grjót­mögnuð, ég hef enda­laust álit á þess­ari mann­eskju. Og allt þetta fólk í mynd­inni er mjög áhuga­verðir per­sónu­leik­ar og auðvitað al­veg harðdug­legt allt sam­an.“

All­ir kóng­ar á fjalli

En hvers vegna heit­ir mynd­in Fjall­kóng­ar í fleir­tölu, þegar aðeins einn fjall­kóng­ur er í hverri fjall­ferð?

„Einn í þess­um hópi hef­ur þá skoðun að þau séu öll fjall­kóng­ar þegar komið er inn til fjalla, og þetta skýrist enn bet­ur þegar fólk hef­ur séð mynd­ina. Ég ætla ekk­ert að upp­lýsa meira um það,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að hann sé líka mjög ánægður með tón­list­ina í mynd­inni sem styðji vel við efnið, enda tveir snill­ing­ar sem sömdu og út­settu, þeir Jón­as Sig­urðsson og Krist­inn Snær Agn­ars­son.

Fjallmenn að störfum, Pétur Davíð Sigurðsson, Sæmundur Oddsteinsson, Sigfús Sigurjónsson …
Fjall­menn að störf­um, Pét­ur Davíð Sig­urðsson, Sæmund­ur Odd­steins­son, Sig­fús Sig­ur­jóns­son og Jón Atli Jóns­son.

Svo­kölluð „al­heims­frum­sýn­ing“, eða for­sýn­ing fyr­ir um 100 manns, var á mynd­inni í Skaft­ár­tungu í nóv­em­ber, í heima­byggð fólks­ins sem hún fjall­ar um.  „En á morg­un er frum­sýn­ing í kvik­mynda­húsi í höfuðborg­inni. Ég samdi um aðeins eina sýn­ingu þar, en þar sem það er upp­selt á hana þá verður önn­ur sýn­ing dag­inn eft­ir, föstu­dag­inn 13. janú­ar á sama tíma klukk­an 18," seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að hann sé að vinna í því að selja sýn­ing­ar­rétt­inn á henni til sjón­varps, en ekk­ert sé þó fast í hendi.

Kvik­mynd­in Fjall­kóng­ar verður frumýnd á morg­un, fimmtu­dag, kl. 18 í Há­skóla­bíói og miðar fást á: smara­bio.is/​mynd/​Fjall­kóng­ar.
Upp­fært kl. 20.51:
Fallið hef­ur verið frá auka­sýn­ing­unni á föstu­dag. Þess í stað verður mynd­in sýnd í tveim­ur söl­um á morg­un kl. 18.
Safnið er fagurt þar sem það rennur í hrauninu neðan …
Safnið er fag­urt þar sem það renn­ur í hraun­inu neðan við Hóla­skjól fram til heima­haga. Smal­ar reka.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka