Aðeins leyft að spyrja fimm spurninga

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Kristinn

Vog­un­ar­sjóðunum Aut­onomy Capital LP, Aut­onomy Master Fund Lim­ited, GAM Tra­ding (Nr. 37) og Aut­onomy Ice­land Two S.á.r.l., hef­ur verið heim­ilað að leggja fimm spurn­ing­ar fyr­ir dóm­kvadda mats­menn, án þess þó að eig­in­legt mál hafi verið höfðað gegn ís­lenska rík­inu.

Þetta kem­ur fram í dómi Hæsta­rétt­ar, sem kveðinn var upp í dag, en beiðni sjóðanna hljóðaði í fyrstu upp á ell­efu spurn­ing­ar. Óskuðu þeir eft­ir að þeim yrði beint til mats­manna, með það að mark­miði að leggja grunn að kröfu­gerð sinni og mála­til­búnaði í kom­andi dóms­máli

Í Héraðsdómi Reykja­vík­ur var beiðnin tek­in að hluta til greina, að und­an­skild­um 2.,3. og 5. spurn­ingu, þar sem þær þóttu til­gangs­laus­ar til sönn­un­ar­færslu í mál­inu.

Íslenska ríkið kærði þá úr­sk­urðinn, sem nú hef­ur verið staðfest­ur, fyr­ir utan það að Hæstirétt­ur hafn­ar öðrum þrem­ur spurn­ing­um af þeim ell­efu sem born­ar voru fyr­ir héraðsdóm.

Mats­spurn­ing­ar nr. 9, 10 og 11 verða því held­ur ekki lagðar fyr­ir dóm­kvadda mats­menn, til viðbót­ar við hinar þrjár, að því er seg­ir í dómn­um. Þannig fékkst heim­ild fyr­ir aðeins tæp­um helm­ingi spurn­ing­anna.

Sjá dóm Hæsta­rétt­ar

Mat sjóðanna er að lög Alþingis fari í bága við …
Mat sjóðanna er að lög Alþing­is fari í bága við stjórn­ar­skrá. mbl.is/​Styrm­ir Kári

„Marg­háttuð skerðing á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um“

Í beiðni sjóðanna kem­ur fram að það sé mat þeirra að lög nr. 37/​2016, um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um, sbr. lög nr. 42/​2016 um breyt­ingu á þeim lög­um, feli í sér marg­háttaða skerðingu á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um þeirra án þess að sýnt hafi verið fram á að al­mannaþörf krefji eða að aðrar rétt­læt­ing­ar­ástæður séu til staðar.

Þá seg­ir að fyr­ir sjóðunum vaki að afla sönn­un­ar um til­tek­in at­vik og efna­hags­leg­ar staðreynd­ir, að baki vænt­an­leg­um kröf­um þeirra á hend­ur varn­araðila. Þannig muni í kom­andi dóms­máli meðal ann­ars reyna á það hvort til­tek­in ákvæði áður­nefndra laga stand­ist stjórn­ar­skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert