Eldsvoði hjá Sæplasti

Sæplast á Dalvík.
Sæplast á Dalvík.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út að verksmiðju Sæplasts á Dalvík um fjögurleytið í nótt. Starfsmenn voru við framleiðslu á körum í verksmiðjunni þegar þeir urðu varir við mikinn reyk hjá ofni 3 þar inni. Þegar í stað var haft samband við neyðarlínuna en starfsmennirnir náðu að slökkva eldinn áður en slökkviliðið og lögregla komu á staðinn. 

Í ljós kom að eldurinn hafði kviknað í einhverju ofan á ofninum en ekki ofninum sjálfum og eldurinn minni en í fyrstu var talið. 

Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að mikill viðbúnaður hafi verið vegna eldsins enda ekki hátt til loft á þessum stað og því stutt í loftklæðningu hússins. Um er að ræða stórt verksmiðjuhús og því hefði tjónið geta orðið mikið. Litlar skemmdir urðu á innanstokksmunum og er slökkvistarfi lokið, að sögn Sævars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka