Grindavíkurvegur er lokaður vegna alvarlegs umferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
„Grindavíkurvegur er lokaður vegna alvarlegs umferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið. Grindavíkurvegur rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu er lokaður vegna umferðarslyss. Að svo stöddu er ekki vitað hvað lokunin varir lengi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkyningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra fyrir hönd lögreglunnar á Suðurnesjum.
Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Suðurlandi. Eins er snjóþekja eða nokkur hálka á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi en mokstur stendur yfir.
Enn er víða éljagangur á Norðurlandi, snjóþekja eða hálka og sums staðar skafrenningur.
Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja og talsverður skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Borgarfjarðarvegi og Hróarstunguvegi. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.
Hálka eða hálkublettir eru á köflum með suðausturströndinni.