Hefði viljað ná meiru í sáttmálann

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segist hafa viljað ná meiru inn í stjórnarsáttmálann en raun ber vitni. Þetta kemur fram í sjónvarpsviðtali við hann í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut sem sýnt verður í kvöld klukkan 21. 

Í viðtalinu lýsir hann því einnig hvernig samstarf hans og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, hófst daginn eftir kosningar með sms-skilaboðum sem voru á þá leið: „vaknaður?“   

Hér má sjá myndbrot úr sjónvarpsviðtalinu á Hringbraut. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert