Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum

Lögregla er sögð hafa skipt sér af mönnunum um klukkan …
Lögregla er sögð hafa skipt sér af mönnunum um klukkan 16 í dag. mbl.is/Eggert

Mik­il umræða hef­ur átt sér stað á sam­fé­lags­miðlasíðum fyr­ir íbúa Reykja­nes­bæj­ar í kvöld, vegna karl­manna sem munu hafa áreitt börn í stræt­is­vagni í bæj­ar­fé­lag­inu.

Á vef Vík­ur­frétta seg­ir að í að minnsta kosti tveim­ur lokuðum hóp­um, fyr­ir íbúa bæj­ar­ins, komi fram að börn hafi hringt úr stræt­is­vagn­in­um á neyðarlín­una í dag, og óskað aðstoðar lög­reglu vegna áreit­is frá er­lend­um karl­mönn­um.

Þar eru þeir sagðir hafa bæði kysst og þuklað á börn­um í stræt­is­vagn­in­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vík­ur­frétta mun lög­regla hafa skipt sér af mönn­un­um um klukk­an 16 síðdeg­is í dag, þegar vagn­inn kom að stræt­is­vagna­stöð við Nettó í Njarðvík. Seg­ir enn frem­ur að klukku­stund síðar hafi menn­irn­ir verið komn­ir aft­ur um borð í stræt­is­vagn í Reykja­nes­bæ, og byrjað að áreita börn að nýju.

Þá virðist sem for­eldr­ar ætli sér að mæta í stræt­is­vagna í Reykja­nes­bæ á morg­un, eft­ir að skóla lýk­ur, til að hafa eft­ir­lit með börn­um í vögn­un­um.

Ítar­legri um­fjöll­un Vík­ur­frétta

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert