Hundrað hælisleitendur sendir úr landi í janúar

Brottvísun hælisleitenda mótmælt við innanríkisráðuneytið í Reykjavík.
Brottvísun hælisleitenda mótmælt við innanríkisráðuneytið í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Flogið var með 41 hæl­is­leit­anda frá Íslandi til Makedón­íu í gær, að sögn Guðbrands Guðbrands­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á stoðdeild rík­is­lög­reglu­stjóra.

„Ég reikna með að í næstu viku verði flogið með 20 ein­stak­linga einnig til Makedón­íu og við för­um síðan með 30 manna hóp til Alban­íu ein­hvern tím­ann fljót­lega eft­ir það,“ seg­ir Guðbrand­ur.

Spurður um fjölda hæl­is­leit­enda sem flutt­ir verða úr landi í janú­ar seg­ist Guðbrand­ur bú­ast við að heild­ar­fjöld­inn verði í kring­um 100 manns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert