Flogið var með 41 hælisleitanda frá Íslandi til Makedóníu í gær, að sögn Guðbrands Guðbrandssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á stoðdeild ríkislögreglustjóra.
„Ég reikna með að í næstu viku verði flogið með 20 einstaklinga einnig til Makedóníu og við förum síðan með 30 manna hóp til Albaníu einhvern tímann fljótlega eftir það,“ segir Guðbrandur.
Spurður um fjölda hælisleitenda sem fluttir verða úr landi í janúar segist Guðbrandur búast við að heildarfjöldinn verði í kringum 100 manns.