„Spurningin er frekar hvernig tryggjum við best öryggi og hagsmuni Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, spurður um framgöngu Rússa og mögulega fasta aukna viðveru NATO og Bandaríkjanna á Íslandi.
„Öryggismál Íslands byggjast á vestrænni samvinnu og veru okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) en það er í samræmi við Þjóðaröryggisstefnu Íslands, sem mótuð var og samþykkt á Alþingi síðasta vor,“ segir Guðlaugur meðal annars í samtali um utanríkismálin í Morgunblaðinu í dag.
Eins bendir Guðlaugur á mikilvægi samstarfs og samskipta Íslands og Bandaríkjanna og vísar þar sérstaklega í varnarsamninginn við Bandaríkin.