129 íbúðir á Kársnesi

Framkvæmdir á Kársnesi hefjast strax núna í janúar.
Framkvæmdir á Kársnesi hefjast strax núna í janúar.

Bæjarstjórnin í Kópavogi hefur undirritað samning við fasteignafélagið Upphaf um uppbyggingu 129 íbúða á Kársnesi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir taki 36-38 mánuði.

Að sögn Péturs Hannessonar, framkvæmdastjóra Upphafs, er þetta fjárfesting upp á um fjóra milljarða króna.

„Það er ánægjulegt að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðum sem eru hugsaðar fyrir ungt fólk á Kársnesinu. Það markar visst upphaf á enduruppbyggingu svæðisins sem felst í því að gæða það auknu lífi með fjölbreyttri íbúðabyggð með áherslu á vistvænar samgöngur með tilkomu brúar yfir Fossvoginn,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert