Rauði bíllinn tengdur grænlensku skipi

Rauði bíllinn sást við skipið Polar Nanoq.
Rauði bíllinn sást við skipið Polar Nanoq.

Rauði Kia Rio-bíllinn sem leitað hefur verið að sást við Hafnarfjarðarhöfn á öryggismyndavélum. Þykir ljóst að ökumenn og farþegar í bílnum eru tengdir grænlensku skipi sem heitir Polar Nanoq. Skipið hélt úr höfn á laugardag. Birna Brjánsdóttir sést ekki í öryggismyndavélum.

Samkvæmt heimildum mbl.is sást til bílsins í höfninni á milli 6 og 6:30 að morgni laugardags. Síðast námu fjarskiptamöstur merki úr síma Birnu nokkrum mínútum fyrir 6 eða 5:50.

Skórnir sem fundust og eru sagðir af Birnu voru ekki inni á hafnarsvæðinu sjálfu heldur sunnar nærri tönkum Atlantsolíu. Rauði Kia Rio-bíllinn sést koma akandi inn á hafnarsvæðið í Hafnafjarðarhöfn. Augljóst þykir af öryggismyndavélum að áhöfnin er tengd bílnum. Ljóst þykir að þeir eru leigutakar að bílnum. Ekki sést hversu margir farþegar eru í bílnum.  

Polar Nanoq er nú á siglingu vestur af Suðurnesjum. Landhelgisgæslan vildi ekki staðfesta hvort eftirför væri hafin. 

Hafnafjarðarhöfn.
Hafnafjarðarhöfn. RAX,Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert