Ný flugstöð í forgang

ReykjavíkurflugvöllurFlugstöðin er að stofni til frá seinni heimsstyrjöld, byggð af …
ReykjavíkurflugvöllurFlugstöðin er að stofni til frá seinni heimsstyrjöld, byggð af hernámsliði Bandaríkjanna. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er algert forgangsatriði að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Aðstaðan í núverandi flugstöð er algerlega óboðleg, bæði fyrir flugfarþega og starfsfólk,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Fram kom í Morgunblaðinu á laugardaginn að Flugfélag Íslands hefði árið 2013 lagt fram beiðni til borgaryfirvalda um að fá að reisa nýja flugstöð. Sú beiðni hefði ekki hlotið brautargengi þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag milli ríkis og borgar frá 2013 um að hefja endurbætur sem fyrst.

Jón Gunnarsson segir að viðræður um framtíð innanlandsflugs milli Reykjavíkur og ríkisins hafi ekki verið ákveðnar en hann muni taka málið upp á næstu dögum. „Mín skoðun er sú að óháð því hvað líður framtíðaráformum um innanlandsflugið megi ekki draga það að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Jón í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert