Nýr Herjólfur fyrir Þjóðhátíð

Nýr Herjólfur verður grunnristari en sá gamli og á því …
Nýr Herjólfur verður grunnristari en sá gamli og á því að geta siglt oftar í Landeyjahöfn. Tölvumynd/Vegagerðin

Ríkið á að fá nýja Vestmannaeyjaferju afhenta úti í Póllandi 20. júní á næsta ári, samkvæmt samningi sem vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist undirrituðu í gær.

Fulltrúar stöðvarinnar hafa lýst því yfir að þeir muni nú þegar hefjast handa við smíðina. Einhvern tíma tekur að koma skipinu heim og útbúa það en Vegagerðin gerir þó ráð fyrir að skipið verði komið í gagnið fyrir Þjóðhátíð.

Samið var við pólsku skipasmíðastöðina að loknu útboði þar sem tilboð þess var talið hagstæðast, eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá tilboði sínu. Kemur þetta álit fram í frétt um undirritunina á vef Vegagerðarinnar. Tilboð Crist var 26,2 milljónir evra, sem svarar til liðlega 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert