„Það ber ekki mikið í milli“

Kjaradeilan er enn óleyst.
Kjaradeilan er enn óleyst. mbl.is/Kristinn I

„Það ber ekki mikið í milli,“ segir Dagrún Hjartardóttir, starf­andi formaður Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um (FT), um stöðu kjaradeilu félagsins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Í gær var fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara og fara nú báðir aðilar yfir samning. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í deilunni.      

Deilt er um upphæð eingreiðslu og skammtímasamning. 

„Við erum enn og aftur að taka upp þráðinn frá því fyrir jól. Við vorum virkilega vonsvikin yfir að skammtímasamningurinn hafi ekki náðst,“ segir Dagrún. Hún bendir á að FT hafi fallist á launakjör sem Samband sveitarfélaga hafi lagt fram. Nú sé verið að finna lendingu um eingreiðslu og lengd kjarasamningsins.  

Samn­ing­ar við fé­lagið hafa verið laus­ir frá 1. nóv­em­ber 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert