VG bætir verulega við sig

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi stjórn­mála­flokka eða 26,1% sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR. Fylgið er þó 3,2% minna nú en í könn­un fyr­ir­tæk­is­ins í lok des­em­ber þegar það mæld­ist 29,3% eða svipað og flokk­ur­inn fékk í þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í lok októ­ber.

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð bæt­ir hins veg­ar við sig veru­legu fylgi og mæl­ist nú með 24,3%. Fylgi flokks­ins var 20,7% í lok árs­ins og 15,9% í kosn­ing­un­um. VG hef­ur því bætt við sig 8,4% fylgi frá því í kosn­ing­un­um miðað við niður­stöður könn­un­ar­inn­ar. Pírat­ar mæl­ast með 14,6% eða nær sama fylgi og í kosn­ing­un­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er fjórði stærsti flokk­ur­inn með 10,9% fylgi sam­an­borið við 10,2% í síðustu könn­un og 11,5% í kosn­ing­un­um. Viðreisn mæl­ist með 6,9% sem er nær sama fylgi og í í lok des­em­ber. Flokk­ur­inn hlaut hins veg­ar 10,5% fylgi í kosn­ing­un­um sem þýðir að fylgið hef­ur minnkað um 3,6% síðan þær fóru fram.

Sam­fylk­ing­in fer upp fyr­ir Bjarta framtíð í fylgi og mæl­ist með 6,4%. Það er þó ekki vegna fylgisaukn­ing­ar frá síðustu könn­un en þá mæld­ist flokk­ur­inn með 6,9%. Hins veg­ar hlaut flokk­ur­inn 5,7% í kosn­ing­un­um. Björt framtíð er með 6,3% sam­an­borðið við 9,1% í lok des­em­ber og 7,2% í kosn­ing­un­um í októ­ber.

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar, er 39,3%. At­hygli vek­ur að fylgi bæði Sjálf­stæðis­flokks­ins og Bjartr­ar framtíðar minnk­ar um­tals­vert á milli kann­ana á meðan fylgi Viðreisn­ar stend­ur í stað. Könn­un­in var gerð dag­ana 3.-10. janú­ar á meðan stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður flokk­anna stóðu yfir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert