Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Kínverskur ferðamaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Staðfesti Hæstiréttur þannig dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í mars á síðasta ári. 

Maðurinn ók bíl sem lenti í hörðum árekstri við ann­an bíl á ein­breiðri brú í Öræf­um á öðrum degi jóla árið 2015. Ökumaður hins bíls­ins lést í árekstr­in­um. Auk þess slösuðust eiginkona hans og tvö börn. Maðurinn játaði sök í málinu. 

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu að ökumaðurinn hafi sýnt af sér mikla óvar­kárni og ekið allt of hratt og valdið slys­inu sem kostaði öku­mann hinn­ar bif­reiðar­inn­ar lífið.

Í dómi Hæstaréttar segir að manninum hafi ekki getað dulist að aksturslag hans myndi óumflýjanlega leiða til hættu á árekstri ef önnur bifreið væri þegar komin inn á brúna úr gagnstæðri átt. Aksturslag hans hafi brotið í bága við lög og leitt til mannsbana.

Slysið átti sér stað um miðjan dag þar sem bíla­leigu­bif­reið af teg­und­inni Toyota RAV4 ók allt of hratt að ein­breiðri brú yfir Hólá úr austurátt og rakst þar á hlið bíla­leigu­bif­reiðar af teg­und­inni Kia Ceed sem kom úr suðurátt. Ökumaður Kia-bif­reiðar­inn­ar, 44 ára karl­maður, lést þar sem mik­il af­lög­un varð inni í öku­manns­rými bif­reiðar­inn­ar.

Maðurinn var einnig dæmd­ur til að greiða 2,4 millj­ón­ir króna í sak­ar­kostnað og var svipt­ur öku­rétt­ind­um í tíu mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert