Rannsókn í skipinu lokið

Grænlenski togarinn Polar Nanoq en hann kom til hafnar seint …
Grænlenski togarinn Polar Nanoq en hann kom til hafnar seint í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq var að ljúka en yf­ir­heyrsl­ur standa enn yfir þrem­ur skip­verj­um, sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við rann­sókn á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur, að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns. Ákvörðun um gæslu­v­arðhald ligg­ur ekki fyr­ir. Þre­menn­ing­arn­ir eru yf­ir­heyrðir á lög­reglu­stöðinni við Hverf­is­götu.

Grím­ur seg­ir að aðgerðum um borð í skip­inu hafi lokið nú á sjötta tím­an­um og leit lokið þar í bili. Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið þar að störf­um í alla nótt. Skýrsl­ur voru tekn­ar af vitn­um, það er öðrum skip­verj­um, í nótt og er skýrslu­tök­um lokið.

Hann seg­ir að yf­ir­heyrsl­um muni ljúka ein­hvern tíma með morgn­in­um en ekki er hægt að segja ná­kvæm­lega til um það. 

Aðspurður seg­ir Grím­ur að það sé ekk­ert sem hann geti sagt á þess­um tíma­punkti varðandi það sem hef­ur komið fram við leit og yf­ir­heyrsl­ur en ekki hafa fleiri verið hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Ákvörðun um hvort óskað verður eft­ir gæslu­v­arðhaldi yfir skip­verj­un­um þrem­ur verður tek­in þegar líður á morg­un­inn en óska verður eft­ir því hvað varðar skip­verj­ana tvo, sem fyrst voru hand­tekn­ir, ekki síðar en um há­degi.

Tækni­deild lög­regl­unn­ar rann­sakaði rauðu Kia-bif­reiðina í gær og verður því starfi haldið áfram í dag. 

Fjöl­menni var við Hafn­ar­fjarðar­höfn og fjöldi lög­reglu­bíla var á hafn­ar­svæðinu þegar Pol­ar Nanoq lagðist þar að bryggju á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi eft­ir að ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd höfðu óskað þess að skipið kæmi hingað til lands eft­ir að hafa siglt héðan á laug­ar­dags­kvöldið.

Tveir skip­verj­ar voru hand­tekn­ir af sér­sveit­ar­mönn­um Rík­is­lög­reglu­stjóra um borð í skip­inu um há­degi í gær, grunaðir um að búa yfir upp­lýs­ing­um um hvarf Birnu. Síðar um dag­inn var sá þriðji hand­tek­inn. Menn­irn­ir voru flutt­ir hver í sínu lagi á lög­reglu­stöðina við Hverf­is­götu.

Grím­ur seg­ir eng­ar grun­semd­ir vera um að ein­hver mann­anna þriggja væri ein­hver þeirra manna sem Birna sést ganga fram­hjá á mynd­bönd­um sem lög­regl­an hef­ur birt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert