Fjögur teymi stóðust kröfur

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut. Ómar Óskarsson

Öll hönnunarteymin fjögur sem tóku þátt í forvali vegna fullnaðarhönnunar á rannsóknarhúsi nýs Landspítala stóðust kröfur nefndar sem lagði mat á innsend gögn.

Fyrsti hópurinn er Grænaborg, þar sem innanborðs eru Arkstudio ehf., Hnit verkfræðistofa, Landmótun, Raftákn og Yrki arkitektar; Verkfræðistofan Mannvit og Arkís arkitektar mynda svo annan hóp; Corpus3, það er Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf., og VSÓ ráðgjöf, eru þriðji hópurinn; Verkfræðistofan Verkís og TBL standa að þeim fjórða. Í framhaldi af þessu mun fara fram lokað útboð þar sem hönnunarteymin munu skila inn ýmsum tilboðum. Þegar afstaða hefur verið tekin til þeirra og gengið frá samningum við einhvern þessara hópa getur sá hafið hönnunarvinnu.

Ef allar áætlanir ganga upp verður hægt að hefjast handa um byggingarframkvæmdir árið 2019. Áætluð stærð hússins er um 13.000 fermetrar og kostnaður áætlaður sex milljarðar króna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka