Gatnamótin opna aftur í september

Ásýnd Geirsgötu eftir fyrirhugaðar breytingar.
Ásýnd Geirsgötu eftir fyrirhugaðar breytingar. Teikning/Reykjavíkurborg

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur heimilað útboð á framkvæmdum vegna breytinga á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu/kalkofnsvegar. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 600 milljónir króna. 

Geirsgötugatnamótin munu breytast töluvert og verða T-gatnamót þar sem hugað er vel að umferðflæði allra samgöngumáta, þar verða til að mynda upphitaðir hjólastígar, forgangsreinar strætó og snjalllausnir af ýmsu tagi.

Áætlað er að framkvæmdirnar hefjist í apríl og að hægt verði að opna gatnamótin í september 2017. Farið verður í sértækar aðgerðir varðandi lokanir og aðgengi í tengslum við viðburði í miðborginni meðan framkvæmdirnar standa yfir, segir í samþykktinni. 

Framkvæmdirnar fela meðal annars í sér að: 

  • Gatnamótin færast aðeins vestar og verður Geirsgata hornrétt á götuna.
  • 30 km hámarkshraði verður á þessum götum.
  • Hjólastígur verður á norðurkanti Geirsgötu og á Kaplaskjólsvegi.
  • Göngu og hjólaleiðir verða upphitaðar
  • Ný göngugata, Reykjastræti, mun liggja frá Hörpu að Hafnarstræti og þvera Geirsgötuna á upphækkuðu svæði. 
  • Bílakjallari verður undir Geirsgötunni og verður hluti af stærri bílakjallara sem nær frá Hörpu að Tryggvagötu. 
  • Gert er ráð fyrir Smart-City lausnum á svæðinu. 
Horft niður á fyrirhugað skipulag á svæðinu.
Horft niður á fyrirhugað skipulag á svæðinu. Teikning/Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert