Óhollusta í vexti

Nammibar í stórverslun.
Nammibar í stórverslun. mbl.is/Styrmir Kári

Íslendingum sem borða óhollan mat er að fjölga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar norrænnar rannsóknar sem gerð var m.a. á vegum Embættis landlæknis og birt í gær.

Fleiri fullorðnir á Norðurlöndunum borðuðu óhollan mat samkvæmt könnuninni 2014 miðað við 2011. Reiknaður var stuðull þar sem breyturnar voru neysla fólks á ávöxtum, grænmeti, fiski, heilkornabrauði og matvöru með mikið af mettaðri fitu eða viðbættum sykri. Hlutfall Norðurlandabúa sem borða óhollan mat hefur, samkvæmt þessu, hækkað úr 18% árið 2011 í 22% árið 2014. Á Íslandi er fjórðungur þjóðarinnar kominn í þennan flokk en hlutfallið var áður 19%.

Íslendingar borða meira af sælgæti og kökum og drekka meira af gosdrykkjum en gerist í hinum Norðurlandaríkjunum. Í engu norrænu landi er hins vegar borðað jafn mikið af fiskmeti og hér á landi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert