Salernismál ferðamanna í biðstöðu

Ferðamönnum mun fjölga í ár og allir þurfa þeir á …
Ferðamönnum mun fjölga í ár og allir þurfa þeir á klósettið. mbl.is/RAX

Þrjár skýrsl­ur hafa verið gerðar um ástand sal­ern­is­mála fyr­ir ferðamenn hjá Stjórn­stöð ferðamála. Sú fyrsta kom út í maí í fyrra þar sem ástandið var greint og kom þar fram hvar vantaði sal­ern­isaðstöðu um landið og for­gangs­röðun staða.

Önnur skýrsl­an kom út í júní en í henni var gerð þarfagrein­ing, for­gangs­röðun ferðamannastaða var tek­in frek­ar fyr­ir, fjöldi sal­erna sem þarf á hverj­um stað og kostnaðarmat.

Þriðja skýrsl­an kom út í nóv­em­ber, en í henni er rekstr­ar­form sal­ern­anna skoðað. Skýrsl­urn­ar þrjár, sem unn­ar voru af EFLU verk­fræðistofu, eiga svo að gagn­ast við gerð stefnu­mót­andi landsáætl­un­ar sem á að nýta til styrk­ing­ar innviða ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert