Birna fannst látin við Selvogsvita

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Grímur …
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birna Brjáns­dótt­ir, stúlk­an sem leitað hef­ur verið að í rúm­lega viku, fannst lát­in í dag. Um­fangs­mik­il leit hef­ur staðið yfir að henni alla helg­ina. Áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom auga á lík í fjör­unni við Sel­vogs­vita á Reykja­nesi fyrr í dag. Lög­regl­an tel­ur að um Birnu sé að ræða en kennsla­nefnd rík­is­lög­reglu­stjóra á eft­ir að staðfesta það með frek­ari rann­sókn­um.

Lög­regl­an tel­ur yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að menn­irn­ir tveir sem eru í gæslu­v­arðhaldi séu þeir sem beri ábyrgð á hvarfi henn­ar og hafi ráðið henni bana. Sá grun­ur lög­regl­unn­ar hef­ur styrkst enn frek­ar síðustu daga. 

„Við telj­um að það séu yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að henni hafi verið ráðinn bani,“ sagði Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn á blaðmanna­fundi lög­regl­unn­ar nú kl. 17. Hann seg­ir lík­leg­ast að það hafi gerst í bíln­um sem tví­menn­ing­arn­ir voru með á leigu. Ekki sé þó enn hægt að segja til um dánar­or­sök eða hvenær hún lést. Slíkt verður ekki staðfest fyrr en eft­ir nokkra daga.

Líkið fannst í fjöru skammt frá Sel­vogs­vit­an­um og tel­ur lög­regl­an lík­ur á því að það hafi rekið í fjör­una. Ekki er enn vitað hvaða leið menn­irn­ir fóru með Birnu frá Hafnar­f­irði og út á Reykja­nes.

„Þó að við telj­um okk­ur búin að finna lík Birnu er leit ekki lokið og enn þá leit­araðgerðir í gangi í dag og í kvöld og næstu daga,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn. 

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjáns­dótt­ir.

Verið saknað í rúm­lega átta sól­ar­hringa

Birna var tví­tug. Hún sást síðast á eft­ir­lits­mynda­vél­um í miðborg Reykja­vík­ur kl. 5.25 að morgni laug­ar­dags­ins 14. janú­ar, fyr­ir rúm­lega átta sól­ar­hring­um.

Tveir menn eru í haldi, grunaðir um aðild að mál­inu. Þeir eru báðir skip­verj­ar á græn­lensk­um tog­ara, Pol­ar Nanoq, sem lá við Hafn­ar­fjarðar­höfn morg­un­inn sem hún hvarf. Þeir voru hand­tekn­ir af sér­sveit­ar­mönn­um rík­is­lög­reglu­stjóra um borð í skip­inu laust eft­ir há­degi á miðviku­dag. Þeir hafa neitað sök við yf­ir­heyrsl­ur lög­reglu.

Fyrr í dag var staðfest að líf­sýni sem fund­ust í rauðum Kia Rio-bíl, sem skip­verj­arn­ir voru með á leigu og lög­regl­an lagði hald á á þriðju­dag, væru af Birnu. Áður hafði komið fram að meðal líf­sýna sem fund­ust, og voru send til út­landa til frek­ari rann­sókn­ar, hafi verið blóð.

Vís­bend­ing­ar um rauða smá­bíla

Lög­regl­an seg­ist hafa fengið vís­bend­ing­ar um ferðir rauðra smá­bíla á Reykja­nesi um það leyti sem Birna hvarf. „Það er þess vegna sem við vor­um að ein­beita okk­ur að Reykja­nes­inu til að byrja með. Það er mögu­leiki á að þess­ar vís­bend­ing­ar hafi átt við rök að styðjast,“ sagði Ásgeir Þór.

Hvíti bíll­inn, sem lög­regl­an lýsti eft­ir fyr­ir helgi, er enn ófund­inn.

- Telst málið núna upp­lýst í meg­in­at­riðum?

„Það má segja að við höf­um þokast mjög mikið áfram und­an­farna daga,“ sagði Grím­ur. „Þetta er ákveðinn tíma­punkt­ur, þegar líkið finnst. Það er líka tölu­verð ... hvað á ég að segja? ... við erum kom­in á þann stað að við get­um ekki leng­ur von­ast til þess að finna Birnu á lífi. Sá tíma­punkt­ur er kom­inn og það er vendipunkt­ur í þessu máli öllu sam­an. En við telj­um okk­ur vel á veg komna með rann­sókn­ina. Auðvitað eru fjöl­marg­ir hlut­ir sem við eig­um eft­ir að skoða.“

Þekkti menn­ina ekki

Lög­regl­an sagði á fund­in­um að ekk­ert benti til þess að Birna hefði átt í sam­skipt­um við menn­ina fyrr um kvöldið, þ.e. áður en hún fór upp í bíl­inn, lík­lega við hús nr. 31 við Lauga­veg. Ljóst þyki að þau hafi ekki þekkst eða verið í sam­skipt­um áður.

Lög­regl­an seg­ir at­b­urðarás­ina, eins og hún birt­ist henni, til dæm­is varðandi ferðir bíls­ins og aðkomu mann­anna tveggja, nokkuð ljósa. Hins veg­ar eigi eft­ir að kort­leggja ferðir bíls­ins bet­ur.  Unnið verði að því áfram, m.a. með upp­tök­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um, farsíma­gögn­um og upp­lýs­ing­um sem kunna að koma fram við yf­ir­heyrsl­ur á mönn­un­um. „Nú vit­um við hvert við eig­um að beina sjón­um okk­ar,“ sagði Grím­ur.

Menn­irn­ir tveir verða áfram yf­ir­heyrðir á morg­un eða þriðju­dag. Þeir voru ekki yf­ir­heyrðir um helg­ina. „Þeir eru núna í ein­angr­un og vita vænt­an­lega ekki af þessu,“ sagði Ásgeir Þór. Það sama megi segja um þá niður­stöðu að líf­sýni úr bíln­um séu af Birnu. Lög­regl­an hef­ur ekki upp­lýst menn­ina um það.

Ekki varpað í sjó­inn af skipi

Lög­regl­an tel­ur ekki koma til álita að Birnu hafi verið varpað í sjó­inn af skipi. Hins veg­ar tel­ur hún vel geta komið til greina að henni hafi verið komið fyr­ir í sjón­um á öðrum stað en hún fannst á. 

Lög­regl­an seg­ir ekki hægt að segja til um á þess­ari stundu hvort Birna hafi verið beitt kyn­ferðisof­beldi. Hún staðfest­ir að verið sé að leita að vopni, en þó ekki einu ákveðnu. „Það kann að vera að henni hafi verið ráðinn bani með vopni. Þetta er til skoðunar,“ sagði Grím­ur.

Fjöl­skyld­an þakk­ar stuðning

„Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þakk­ar öll­um þeim sem hafa lagt óeig­ingjarnt starf af mörk­um og á það ekki síst við um björg­un­ar­sveit­ir og al­menn­ing sem sendi inn marg­ar ábend­ing­ar varðandi málið,“ sagði Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri á fund­in­um í dag. Hún sagði fjöl­skyldu Birnu vilja koma á fram­færi þökk­um fyr­ir stuðning­inn.

„Við vott­um fjöl­skyldu Birnu og vin­um inni­lega samúð,“ sagði Sig­ríður Björk. 

725 björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa komið að leit­inni að Birnu síðustu daga. Enn verður leitað vís­bend­inga á svæðinu í grennd við staðinn þar sem lík henn­ar fannst í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert