Leita við Óseyrarbrú

Óseyrarbrú - Ölfus - Suðurland -
Óseyrarbrú - Ölfus - Suðurland - Sigurður Bogi Sævarsson

Björgunarsveitar og lögreglumanna eru við Óseyrarbrú við Ölfusárósa við leit. Þar er verið að leita sönnunargagna í tengslum við fund Birnu Brjánsdóttur við Selvogsvita. Óseyrarbrú er tæpa 25 kílómetra frá Selvogsvita.

Þá fóru einnig nokkrir björgunarsveitar- og lögreglubílar í gegnum Þorlákshöfn og eftir ströndinni við áframhaldandi leit. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór m.a. tvívegis yfir stóra gryfju sem rétt sunnan við byggðina í Þorlákshöfn á milli bjargsins og bæjarins. Ekki stendur yfir leit þar eins og sakir standa. 

Lík Birnu fannst við Selvogsvita fyrr í dag.
Lík Birnu fannst við Selvogsvita fyrr í dag. Kort/mbl.is

Hófust þessar aðgerðir eftir fundinn í fjörunni við Selvogsvita.  

Það var áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem kom auga á lík í haf­inu úti fyr­ir Sel­vogs­vita. Lög­regl­an tel­ur að um Birnu sé að ræða en kennsla­nefnd á eft­ir að rann­saka það frek­ar. Um­fangs­mikl­ar aðgerðir voru af hálfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu við Sel­vogs­vita í Sel­vogi síðdeg­is í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert