Björgunarsveitar og lögreglumanna eru við Óseyrarbrú við Ölfusárósa við leit. Þar er verið að leita sönnunargagna í tengslum við fund Birnu Brjánsdóttur við Selvogsvita. Óseyrarbrú er tæpa 25 kílómetra frá Selvogsvita.
Þá fóru einnig nokkrir björgunarsveitar- og lögreglubílar í gegnum Þorlákshöfn og eftir ströndinni við áframhaldandi leit.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór m.a. tvívegis yfir stóra gryfju sem rétt sunnan við byggðina í Þorlákshöfn á milli bjargsins og bæjarins. Ekki stendur yfir leit þar eins og sakir standa.
Hófust þessar aðgerðir eftir fundinn í fjörunni við Selvogsvita.
Það var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem kom auga á lík í hafinu úti fyrir Selvogsvita. Lögreglan telur að um Birnu sé að ræða en kennslanefnd á eftir að rannsaka það frekar. Umfangsmiklar aðgerðir voru af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Selvogsvita í Selvogi síðdegis í dag.