Hleðslustöðvar um allt land

Framtíðin er komin, allt lítur út fyrir að rafbíllinn taki …
Framtíðin er komin, allt lítur út fyrir að rafbíllinn taki við.

„Hægt verður að hlaða um 60 bíla þegar búið er að setja upp allar hleðslustöðvarnar í tengslum við þetta verkefni,“ segir Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar.

Borgin er eitt sex sveitarfélaga sem styrk hlutu úr Orkusjóði til uppbyggingar rafhleðslustöðva. Auk sveitarfélaganna sex hlutu 10 fyrirtæki og stofnanir styrki úr sjóðnum. Hann mun alls veita 201 milljón króna til uppbyggingar hleðslustöðva um landið fyrir rafbíla og voru fyrstu styrkirnir veittir á síðasta ári.

Annar hluti styrkjanna verður afgreiddur á þessu ári og þriðji og síðasti hlutinn á því næsta. Gífurlegur áhugi er á verkefninu en umsóknir vegna styrkveitingarinnar námu um 900 milljónum króna eða rúmlega fjórfaldri þeirri upphæð sem sjóðurinn hefur til umráða vegna verkefnisins.

Settar verða upp 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar hleðslustöðvar um allt land á vegum verkefnisins, eða alls 105 stöðvar. Tíu fyrirtæki hlutu styrk til uppsetningar á hleðslustöðvum og sex sveitarfélög, segir í umfjöllun um uppbyggingu innviða vegna rafbílavæðingar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert