Margrét Þórhildur Danadrottning og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands eiga sameiginlegan forföður samkvæmt því sem Oddur Helgason hefur rakið.
Það er Jón Hafþórsson sem var aðalsmaður í Noregi, fæddur um 1310, að því er fram kemur í umfjöllun um ættartengingu þessa í Morgunblaðinu í dag.
Fyrsta opinbera heimsókn Guðna er einmitt til Danmerkur í boði Margrétar og hefst í dag.