Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun flytja stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á þingfundi sem hefst á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld og fara í kjölfarið fram umræður um hana með þátttöku þriggja þingmanna frá hverjum þeirra flokka sem sæti eiga á þingi.
Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins auk Bjarna verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður.
Ræðumenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verða Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Ræðumenn Pírata verða þingmennirnir Ásta Guðrún Helgadóttir og Björn Leví Gunnarsson og varaþingmaðurinn Viktor Orri Valgarðsson.
Ræðumenn Framsóknarflokksins verða Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður.
Ræðumenn Viðreisnar verða Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður og Jóna Sólveg Elínardóttir, varaformaður flokksins.
Ræðumenn Bjartrar framtíðar verða Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Theodóra S. Þorsteinsdóttir þingflokksformaður.
Ræðumenn Samfylkingarinnar verða Logi Már Einarsson, formaður flokksins, Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður og Guðjón S. Brjánsson alþingismaður.
Uppfært 12:26: Ræðumenn Pírata sem ekki lágu endanlega fyrir þegar fréttin var upphaflega rituð.