Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var sjálfkjörinn formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þegar hún kom saman á fyrsta fundi sínum í morgun.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var þá sjálfkjörinn 1. varaformaður nefndarinnar, og sömuleiðis Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í embætti 2. varaformanns.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni lögðu ekki fram tillögur um að aðrir skyldu gegna embættunum, segir Jón Steindór í samtali við mbl.is.