Lionsmenn styðja við þvagfæradeild

Félagar í Lionsklúbbnum Frey færa gjafir.
Félagar í Lionsklúbbnum Frey færa gjafir. Ljósmynd/Landspítalinn

Göngudeild þvagfæralækninga á Landspítalanum fékk áhöld til þvagfærarannsókna að verðmæti tveggja milljóna króna að gjöf frá Lionsklúbbnum Frey í síðustu viku.

„Þetta eru áhöld sem tengjast ómskoðunartæki sem þvagfæradeildin á. Þetta er meðal annars til að grannskoða eistu, þvagblöðru og fleira. Þeir eru með móðurtækið og þetta eru viðbótaráhöld,“ sagði Guðmundur Jón Helgason, formaður Lionsklúbbsins Freys.

Á deildinni er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum svo sem nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert