Ríkið selji hundruð fasteigna

Meðal þess sem VÍ vill selja er lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Meðal þess sem VÍ vill selja er lögreglustöðin við Hverfisgötu.

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til í nýrri úttekt að ríkissjóður selji allar skrifstofubyggingar sem það hefur í eignasafni sínu, 120 talsins, þær 280 íbúðir, 20 lögreglustöðvar vítt og breitt um landið og 20 kirkjur sem þar er einnig að finna.

Samanlagður fermetrafjöldi þessara bygginga er um 200 þúsund fermetrar og jafngildir það tæplega 23% af umfangi fasteigna í þess eigu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í úttektinni kemur fram að heildar fermetrafjöldi þeirra bygginga sem ríkið á telji 882 þúsund fermetra. Telur VÍ að hægt sé að draga úr sóun, auka hagkvæmni í ríkisrekstri, draga úr áhættu, minnka líkur á hagsmunaárekstrum og greiða niður skuldir ríkissjóðs með því að ráðast í hina umfangsmiklu eignasölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert