Sagði svör sín „þunn“

Benedikt Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Skýrsl­an vek­ur fleiri spurn­ing­ar en svör,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, í sér­stakri umræðu um skýrslu starfs­hóps um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum og tekjutap hins op­in­bera, á Alþingi í dag.

Katrín var máls­hefj­andi og tóku fjöl­marg­ir aðrir þing­menn til máls og var Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, til andsvara.  

Í ræðu sinni rakti Katrín efni skýrsl­unn­ar og benti á að sam­kvæmt í niður­stöðu henn­ar væri enn margt óunnið og þyrfti að rann­saka enn frek­ar. Það þyrfti að skýra og skerpa ramm­ann í kring­um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum því ásetn­ing­ur­inn um að koma fé und­an skatti væri alltaf til staðar og sagði að þetta fyndi sér alltaf „nýj­ar leiðir.“

Bene­dikt tók í sama streng og Katrín og sagði loka­orðin í skýrsl­unni segja þetta vera bráðabirgðaniður­stöður. Hann sagði jafn­framt að þetta væri for­gangs­mál sem rík­is­stjórn­in myndi ráðast í. Hann nefndi sem dæmi að skatta­eft­ir­lit yrði eflt.  

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði mik­il­vægt í þess­ari umræðu að greint væri á milli þess hvað væru skattsvik og hvað væri skatta­hagræði og ekki væri gott að „grauta öllu sam­an í þess­ari umræðu“. Hann sagiði einnig að mörg­um spurn­ing­um væri enn ósvarað sem þyrfti að fá á hreint því brýnt væri að „upp­ræta svarta starf­semi“.

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, spurði meðal ann­ars um upp­lýs­ing­ar um þá sem væru með eign­ir skráðar á af­l­ands­eyj­un­um.  

Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Katrín Jak­obs­dótt­ir, óskuðu enn frem­ur eft­ir frek­ari aðgerðum og stefnu­mót­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þessu mál­efni og voru nokkuð harðorðar.  

Bene­dikt viður­kenndi að sín svör væru „þunn því ég hef ekki kynnt mér þetta nægi­lega vel“. Hann svaraði nokkr­um spurn­ing­um sem hafði verið varpað fram og tók und­ir að auka þyrfti gang­sæi og bæta sam­starf Seðlabanka og skattyf­ir­vald. Hann nefndi sem dæmi að það mætti meðal ann­ars banna að greiða laun með reiðufé.  

Hann ít­rekaði að hann væri ekki til­bú­inn með bein­ar aðgerðir en þeirra væri að vænta og klykkti út með því í lok­in að lengi mætti gott bæta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert