Brexit er í forgangi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að ákveðin viðskipta­tæki­færi fylgi því fyr­ir Ísland, að Bret­ar ætli að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu, því eft­ir út­göngu muni Bret­ar leita eft­ir fríversl­un­ar­samn­ing­um við önn­ur lönd, m.a. Ísland.

Brex­it hafi verið í for­gangi í ráðuneyt­inu frá því hann tók við. Á næstu vik­um muni hann funda með ráðherr­um bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að fara yfir sam­vinnu Íslands og Breta á ýms­um sviðum.

„Það eru nú ekki nema tvær vik­ur síðan ég tók við embætt­inu, en frá fyrsta degi hef­ur þetta mál verið í for­gangi hjá okk­ur í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu,“ sagði Guðlaug­ur Þór í Morg­un­blaðinu í dag.

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að ekki hafi aðeins verið unnið að mál­inu í ráðuneyt­inu, held­ur hafi hann rætt sér­stak­lega við sendi­herra Breta á Íslandi, auk þess sem hann hafi átt í sam­skipt­um við bresk stjórn­völd, sem hafi sýnt því mik­inn áhuga að nýta þau tæki­færi sem upp koma í kjöl­far út­göngu Breta úr ESB. Hann hafi fundið fyr­ir áhuga breskra stjórn­valda á sam­vinnu við Íslend­inga á ýms­um sviðum.

„Núna eru ákveðnar hindr­an­ir fyr­ir okk­ur inn á markaðinn í Bretlandi, vegna samn­inga við ESB. Við erum að kort­leggja þess­ar hindr­an­ir í ráðuneyt­inu,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert