Refsivert að gefa rangar upplýsingar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn Pírata hafa lagt fram frum­varp til laga á Alþingi um upp­lýs­inga- og sann­leiks­skyldu ráðherra.

Í grein­ar­gerð kem­ur fram að frum­vörp með svipuðu efni hafi nokkr­um sinn­um áður verið lögð fram. Fyrst á 116. þingi og af þing­mönn­um Pírata síðast á 145. þingi. Frum­varpið er nú lagt fram efn­is­lega óbreytt frá síðustu tveim­ur þing­um.

Um meg­in­efni frum­varps­ins seg­ir að mark­mið þess sé að festa upp­lýs­inga­skyldu ráðherra gagn­vart Alþingi bet­ur í sessi en áður.

„Ráðherra­ábyrgð skipt­ist í tvennt, þ.e. ann­ars veg­ar er svo­kölluð laga­leg ábyrgð, en í henni felst refsi- og bóta­ábyrgð ráðherra vegna embættis­verka þeirra, og hins veg­ar er hin svo­kallaða póli­tíska eða þing­lega ábyrgð sem bygg­ist á þing­ræðis­regl­unni. Í henni felst að Alþingi get­ur fundið að embætt­is­færslu ráðherra eða samþykkt á hann van­traust sem leiðir þá til þess að hann verður að víkja,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þar kem­ur einnig fram að verði frum­varpið að lög­um „verður refsi­vert fyr­ir ráðherra að gefa Alþingi af ásetn­ingi eða stór­kost­legu hirðuleysi rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar eða leyna upp­lýs­ing­um er hafa veru­lega þýðingu við meðferð máls á Alþingi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert