Engin símtöl eða myndatökur í þingsal Alþingis

Engin símtöl eða myndatökur verða lengur þoluð í þingsal Alþingis
Engin símtöl eða myndatökur verða lengur þoluð í þingsal Alþingis mbl.is/Kristinn Magnússon

Bannað er að nota farsíma til samtala í þingsal og á nefndarfundum og mega símar ekki vera stilltir á „titring“ heldur verða þeir að vera stilltir þannig að ekki heyrist í þeim hringja.

Þá má heldur ekki taka myndir inni í þingsal, hvorki á fundum né utan funda, að því er Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Mikil notkun þingmanna á farsímum meðan á þingfundum stendur hefur vakið athygli. Helgi segir að farsímar hafi breyst mikið í seinni tíð og þingmenn noti þá til margvíslegra samskipta, t.d. lesi og sendi póst og sms-skeyti og við því sé ekkert amast.

„Það er regla að farsíma má ekki nota í þingsala til samtala og það sama gildir á nefndarfundum,“ segir Helgi. 

„Farsímar eru líka myndavélar. Reglan hefur verið sú að ekki megi mynda inni í þingsalnum, hvorki á fundum né utan fundar. Almennt er ekki leyft að gera þingsalinn að „stúdíói“ eins og borið hefur á, enda liggi ýmis gögn þar frammi.“

Það sjónarmið hafi líka komið fram í forsætisnefnd að myndatökur inni í þingsalnum geti þrengt að persónufrelsi manna. „En að þessu leyti hafa reglurnar verið þverbrotnar og ekki hægt að hemja myndagleði manna,“ segir Helgi.

Ráðherrarnir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson glaðir með nýjustu …
Ráðherrarnir Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson glaðir með nýjustu upplýsingarnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert