Flytja í Skógarhlíðina

Myglusveppur kom upp í húsnæðinu í Tryggvagötu.
Myglusveppur kom upp í húsnæðinu í Tryggvagötu. mbl.is/Golli

Velferðarráðuneytið flytur í dag alla starfsemi sína í Skógarhlíð 6, í húsnæði sýslumanns, en myglusveppur er í húsnæði velferðarráðuneytisins við Tryggvagötu.

Um er að ræða tímabundið húsnæðisúrræði en Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri velferðarráðuneytisins, segir þó ljóst að velferðarráðuneytið verði í Skógarhlíðinni í einhvern tíma. Allt þar til Hafrannsóknastofnun flytur í nýtt húsnæði úr núverandi húsnæði að Skúlagötu 4 þar sem ráðgert er að velferðarráðuneytið verði.

Í lok síðasta árs greindi Morgunblaðið frá því að stefnt væri að flutningum Hafrannsóknastofnunar til Hafnarfjarðar síðari hluta árs 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert