Gekk fram af og féll 150 metra

Hægt er að smella á kortið til að þysja inn.
Hægt er að smella á kortið til að þysja inn. Kort/map.is

Maðurinn, sem greint var frá fyrr í dag að hefði fallið ofan í sprungu við Grímsfjall á Vatnajökli, féll í raun niður sjálft fjallið, um 150 metra. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

„Það kom í ljós, þegar okkar fólk kom á staðinn, að hann hafði gengið fram af fjallinu,“ segir Þorsteinn.

Maðurinn virðist hafa sloppið nokkuð óskaddaður.

„Þetta fór betur en á horfðist, en þeim var skiljanlega verulega brugðið.“

Þá týndu mennirnir, sem eru tveir á ferð, öllum farangrinum sínum við fallið.

„Hann húrraði þarna niður líka, og björgunarsveitarfólk er í þessum töluðu orðum að leggja mat á það hvort hægt sé að leita að búnaðinum án þess að leggja sig í töluverða hættu.“

Hann kveður það líklegt að mennirnir verði fluttir til byggða, að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka