Gekk fram af og féll 150 metra

Hægt er að smella á kortið til að þysja inn.
Hægt er að smella á kortið til að þysja inn. Kort/map.is

Maður­inn, sem greint var frá fyrr í dag að hefði fallið ofan í sprungu við Gríms­fjall á Vatna­jökli, féll í raun niður sjálft fjallið, um 150 metra. Þetta seg­ir Þor­steinn G. Gunn­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, í sam­tali við mbl.is.

„Það kom í ljós, þegar okk­ar fólk kom á staðinn, að hann hafði gengið fram af fjall­inu,“ seg­ir Þor­steinn.

Maður­inn virðist hafa sloppið nokkuð óskaddaður.

„Þetta fór bet­ur en á horfðist, en þeim var skilj­an­lega veru­lega brugðið.“

Þá týndu menn­irn­ir, sem eru tveir á ferð, öll­um far­angr­in­um sín­um við fallið.

„Hann húrraði þarna niður líka, og björg­un­ar­sveitar­fólk er í þess­um töluðu orðum að leggja mat á það hvort hægt sé að leita að búnaðinum án þess að leggja sig í tölu­verða hættu.“

Hann kveður það lík­legt að menn­irn­ir verði flutt­ir til byggða, að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert