Líkur á eldgosi meiri en venjulega

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull en eldstöðin Katla er undir Mýrdalsjökli.
Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull en eldstöðin Katla er undir Mýrdalsjökli. mbl.is/Sigurður Bogi

Meiri líkur eru á gosi í Kötlu núna en venjulega. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna eftir hádegi. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú, aukast líkurnar og það þurfa vöktunar- og viðbragðsaðilar að hafa í huga.

Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Fram kom að jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur verið óvenjumikil frá því í ágúst í fyrra. Þrír skjálftar hafa mælst stærri en 4 stig og margir stærri en 3 stig. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu.

Frétt mbl.is: 4,3 stiga jarðskjálfti í Kötlu

Eins og fram kom í gær mældist skjálfti upp á 4,3 stig við Kötlu um miðjan gærdaginn. Rúm­lega 370 jarðskjálft­ar mæld­ust í vik­unni frá 16. janú­ar til 22. janú­ar. Samkvæmt sérfræðingi á Veðurstofu Íslands mældust fáir og litlir eftirskjálftar eftir skjálftann í gær og hefur verið rólegt á svæðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert