Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa

Frá borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, mun inn­an tíðar leggja fram frum­varp á Alþingi sem fel­ur í sér að skylda Reykja­vík­ur­borg­ar til að fjölga borg­ar­full­trú­um eft­ir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar verði af­num­in.

Frum­varpið breyt­ir 11. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga á þá leið að fjöldi full­trúa í sveit­ar­stjórn þar sem íbú­ar eru 100.000 eða fleiri hald­ist 15–23 aðal­menn en verði ekki á bil­inu 23 til 31 tals­ins.

Borg­ar­full­trú­arn­ir eru 15 í dag en árið 2011 fékk rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna lög­festa þá breyt­ingu á 11. grein sveit­ar­stjórn­ar­lag­anna að þar sem íbú­ar eru 100.000 eða fleiri skuli sveit­ar­stjórn­ar­menn fram­veg­is vera 23–31. Þessu verður nú snúið til fyrra horfs verði frum­varp Jóns samþykkt. Seg­ir Jón í Morg­un­blaðinu í dag, að rétt væri að breyta lög­un­um þannig að það yrði ákvörðun­ar­rétt­ur hverr­ar sveit­ar­stjórn­ar fyr­ir sig hvort fjölga ætti sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um eða ekki en þær yrðu ekki skyldaðar til þess með laga­boði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert