Mikil umræða hefur skapast eftir að landlæknir staðfesti að fyrirhugaður rekstur Klíníkurinnar Ármúla á fimm daga legudeild uppfyllti faglegar kröfur embættisins.
Birgir Jakobsson landlæknir áréttar að ráðherra fari með yfirstjórn heilbrigðismála og veiti leyfi fyrir slíkum einkarekstri. Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki samið við Klíníkina og bíða ákvörðunar heilbrigðisráðuneytisins áður en farið er af stað í samningaviðræður.
Frá heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ráðuneytið hefði enn sem komið er ekki gert neinn samning né tekið ákvörðun í málinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.