Bíða eftir svari ráðherra um leyfisveitingu á fimm daga legudeild hjá Klíník Ármúla

Klíník Ármúla er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð.
Klíník Ármúla er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il umræða hef­ur skap­ast eft­ir að land­lækn­ir staðfesti að fyr­ir­hugaður rekst­ur Klíník­ur­inn­ar Ármúla á fimm daga legu­deild upp­fyllti fag­leg­ar kröf­ur embætt­is­ins.

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir árétt­ar að ráðherra fari með yf­ir­stjórn heil­brigðismála og veiti leyfi fyr­ir slík­um einka­rekstri. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa ekki samið við Klíník­ina og bíða ákvörðunar heil­brigðisráðuneyt­is­ins áður en farið er af stað í samn­ingaviðræður.

Frá heil­brigðisráðuneyt­inu feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að ráðuneytið hefði enn sem komið er ekki gert neinn samn­ing né tekið ákvörðun í mál­inu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert