Kommablótið haldið í 51. sinn

Fáni hefur verið dreginn í hún á heimili Einars Más …
Fáni hefur verið dreginn í hún á heimili Einars Más Sigurðarsonar, fyrrverandi þingmanns. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson

Hið árlega kommablót verður haldið á Norðfirði í kvöld. Af því tilefni hefur Einar Már Sigurðarson, þingmaður emeritus, dregið upp fána sem einhverjir ættu að kannast við.

Þorrablótið verður haldið í íþróttahúsinu í Neskaupstað og hafa 400 manns boðað komu sína.

Þetta er í 51. sinn sem kommablótið er haldið og er jafnan mikið um gleði og kátínu í bænum þennan dag.

Fólk kemur með þorramatinn með sér í trogum. Fyrir þá sem eru vegan eru epli látin fylgja með í mörgum þorrabökkunum. 

Þorrabakkar með eplum.
Þorrabakkar með eplum. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert