Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hræðilegt að hugsa til þess hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þar sem fordómar ráði nú ríkjum.
Tilefnið er tilskipun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að taka ekki á móti flóttamönnum frá Sýrlandi, auk þess sem miklar hömlur hafa verið settar á vegabréfsáritanir fólks frá múslimaríkjum.
„Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps,“ skrifar Benedikt á Facebook-síðu sinni.