Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að funda á morgun með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna öryggismála í miðbæ Reykjavíkur. Tilefnið er mál Birnu Brjánsdóttur.
Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagði Dagur að fjögur atriði þurfi að bæta varðandi öryggið í miðbænum:
Bæta þurfi lýsingu, skoða þurfi ástand eftirlitsmyndavéla, vinna þurfi betur með skemmtistöðum og auka þurfi sýnilega löggæslu til að efla öryggistilfinningu almennings.