„Gerir illt verra ef fólki er mismunað“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það eigi að berjast gegn hryðjuverkum, en hann tekur fram að baráttan „verður erfiðari og það gerir illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti.“

Þetta skrifar Guðlaugur Þór á Twitter bæði á ensku og íslensku, en þarna vísar hann í forsetatilskipun sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á föstudag, en samkvæmt henni verður ekki tekið á móti flóttafólki til Bandaríkjanna næstu 120 daga auk þess sem ríkisborgarar frá sjö ríkjum, þar sem múslimar eru í meirihluta, munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna. 

Málið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og mætt harðri andstöðu. Í gær úrskurðaði bandarískur alríkisdómari að fresta skuli brottvísunum tímabundið, en talið er að bandarísk stjórnvöld hafi stöðvað á bilinu 100 til 200 manns á flugvöllum í landinu í kjölfar ákvörðunar forsetans.

Hún lamar alla flóttamannaaðstoð Bandaríkjanna og ferðabannið nær til Írans, Íraks, Líbýu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert