Hagsmunir dómara til Mannréttindadómstólsins

Sakborningar í Al Thani-málinu. Efri röð: Sigurður Einarsson og Hreiðar …
Sakborningar í Al Thani-málinu. Efri röð: Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Neðri röð: Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. Photo: Kristinn

Sak­born­ing­arn­ir í Al Thani-mál­inu hafa sent Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu kvört­un vegna fjár­má­laum­svifa dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hef­ur sent ís­lensk­um stjórn­völd­um er­indi þar sem óskað er svara í tengsl­um við málið. Þetta kem­ur fram á vef RÚV.

Fram kem­ur að dóm­stóll­inn hafi svarað fjór­menn­ing­un­um 11. janú­ar, en þeir hlutu þunga dóma í mál­inu. Þar komi fram að af­rit af grein­ar­gerðinni hafi verið send ís­lensk­um stjórn­völd­um og þau beðin að svara eigi síðar en 9. fe­brú­ar.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu krafði í fyrra ís­lensk stjórn­völd svara við fjór­um spurn­ing­um um Al Thani-málið svo­kallaða. Spurn­ing­arn­ar varða málsmeðferðina sem sak­born­ing­arn­ir voru ósátt­ir við og kærðu þeir hana til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins skömmu eft­ir að Hæstirétt­ur kvað upp dóm sinn í fe­brú­ar árið 2015. Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hef­ur ekki enn ákveðið hvort hann taki málið form­lega fyr­ir eða vísi því frá, að því er fram kem­ur í frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert