Tilskipunin veldur usla

Komubann Donalds Trump olli usla á flugvöllum um helgina, en …
Komubann Donalds Trump olli usla á flugvöllum um helgina, en þessi mynd er frá flugvellinum í Los Angeles . AFP

„Það hefur verið mikið að gera hjá starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í dag vegna þessa. Við höfum meðal annars fengið ábendingar um að Íslendingar gætu verið í vandræðum vegna þessa máls,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Hann segir að til séu íslenskir ríkisborgarar sem fæddir eru í þeim löndum sem koma við sögu og hafi tvöfalt ríkisfang. Yrði einhverjum þeirra meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns mundu þeir hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf út tilskipum á föstudag sem meinar flóttamönnum frá Sýrlandi alfarið að koma til Bandaríkjanna þar til annað verður ákveðið. Þá mega íbúar sex landa, þar sem múslimar eru í meirihluta, ekki koma til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, nema þeir tilheyri trúarminnihluta. „Það liggur fyrir, við hörmum þessa tilskipun Bandaríkjaforseta,“ segir utanríkisráðherra í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert