Fleiri greinast með kynsjúkdóma

Óvenju margir, eða sex einstaklingar, greindust með alnæmi í fyrra.
Óvenju margir, eða sex einstaklingar, greindust með alnæmi í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í fyrra greind­ust 27 ein­stak­ling­ar með HIV-sýk­ingu. 33 til­felli sára­sótt­ar greind­ust og 86 til­felli lek­anda. Sótt­varn­ar­lækn­ir tel­ur brýnt að gripið verði til ým­issa op­in­berra aðgerða sem miða að því að draga úr fjölg­un þeirra sem smit­ast af kyn­sjúk­dóm­um.

Í Far­sóttar­frétt­um, frétta­bréfi sótt­varn­ar­lækn­is, seg­ir að af þeim sem greind­ust með sára­sótt í fyrra hafi 88% verið karl­menn sem stunda kyn­líf með öðrum körl­um líkt og árin á und­an. Meðal­ald­ur þeirra sem sýkt­ust á ár­inu var 39 ár (ald­urs­bil 20–61 ár).

Lek­anda­til­fell­um fjölg­ar jafnt og þétt

Á und­an­förn­um þrem­ur árum hef­ur staðfest­um lek­anda­til­fell­um fjölgað jafnt og þétt. Á ár­inu 2016 greind­ust 86 til­felli, sem er nán­ast tvö­föld­un frá fyrri árum. Var það nán­ast stöðug aukn­ing á fjölda til­fella í hverj­um mánuði miðað við sama tíma á ár­un­um 2014 og 2015. Meðal­ald­ur þeirra sem greind­ust með lek­anda í fyrra var 24 ár hjá báðum kynj­um, en karl­ar voru í mikl­um meiri­hluta sem fyrr (74%).

„Talið er að smit teng­ist sam­kyn­hneigð í yfir 70% til­fella,“ seg­ir í Far­sóttar­frétt­um. Á ár­inu reynd­ust 11 stofn­ar bakt­erí­unn­ar vera ónæm­ir fyr­ir lyfj­un­um ciprofloxac­ini og þrír fyr­ir azit­hromyc­ini. Fjölónæm­ir stofn­ar af lek­anda­bakt­erí­um hafa þó ekki greinst hér á landi, en víða er­lend­is er slíkt sýkla­lyfja­ónæmi vax­andi vanda­mál.

 Kla­mydía er lang­al­geng­asti kyn­sjúk­dóm­ur­inn hér á landi en u.þ.b. 2000 til­felli sem grein­ast ár­lega. Mánaðarleg­ur fjöldi þeirra sem greind­ust með kla­mydíu á ár­inu 2016 var svipaður og á ár­un­um 2014 og 2015. Kynja­hlut­fallið hef­ur hald­ist nokkuð óbreytt á þess­um árum, en 60% af þeim sem greind­ust með kla­mydíu voru kon­ur. 

Óvenju marg­ir greind­ust með HIV

Í fyrra greind­ust óvenju marg­ir með HIV-sýk­ingu, eða 27 ein­stak­ling­ar, sem er meira en tvö­falt fleiri en á ár­un­um 2014 og 2015. Af þeim sem greind­ust voru 20 karl­menn en sjö kon­ur. Fjór­tán voru með ís­lenskt rík­is­fang en 13 voru af er­lendu bergi brotn­ir.

Upp­runi smits var rak­inn til Íslands í þrett­án til­vik­um en til annarra landa í fjór­tán til­vik­um. Af þeim sem greind­ust voru sjö sam­kyn­hneigðir (35%), sjö gagn­kyn­hneigðir (35%) en sex voru með sögu um sprautu­notk­un (30%).

Óvenju marg­ir, eða sex ein­stak­ling­ar, greind­ust með al­næmi, sem er loka­stig sjúk­dóms­ins. Að auki voru þrír ein­stak­ling­ar með merki um langt geng­inn sjúk­dóm. Það bend­ir til þess að marg­ir ein­stak­ling­ar geta verið lengi með sýk­ingu af völd­um HIV án þess að henn­ar verði vart og er það áhyggju­efni, að mati sótt­varna­lækn­is.

„Sótt­varna­lækn­ir tel­ur brýnt að gripið verði til ým­issa op­in­berra aðgerða sem miða að því að snúa við of­an­greindri þróun,“ seg­ir í Far­sóttaf­rétt­um. „Hann hef­ur lagt til að auka sam­vinnu vel­ferðarráðuneyt­is­ins og sótt­varna­lækn­is við heil­brigðis­kerfið, skóla kerfið og ýmis grasrót­ar­sam­tök eins og HIV-Ísland og Sam­tök­in 78 í þessu skyni og hef­ur auk þess lagt til að skipaður verði starfs­hóp­ur til að gera til­lög­ur um aðgerðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert