Ömurleg leið til að reyna að sanna sig

Ali Amoushahi.
Ali Amoushahi. mbl.is/Jóhann

„Þetta er ákaf­lega sær­andi – ég upp­lifi það bæði per­sónu­lega en einnig fyr­ir þjóðina í heild,“ seg­ir Ali Amous­hahi arkí­tekt, en hann hef­ur búið á Íslandi í um 20 ár og er kvænt­ur ís­lenskri konu. Hann er með tvö­falt rík­is­fang, breskt og ír­anskt, og veit ekki al­veg hvaða áhrif um­deild til­skip­un Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta gæti haft á hann og mögu­leg ferðalög hans vest­ur um haf.

Eins og komið hef­ur fram und­ir­ritaði Trump til­skip­un á föstu­dag en sam­kvæmt henni munu Banda­rík­in ekki taka á móti flótta­fólki næstu 120 daga. Þá munu rík­is­borg­ar­ar frá sjö ríkj­um, þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, ekki fá banda­ríska vega­bréfs­árit­un næstu þrjá mánuði. Um er að ræða Sýr­land, Súd­an, Sómal­íu, Líb­ýu, Íran, Írak og Jemen. Ali þekk­ir eng­an per­sónu­lega sem hef­ur orðið fyr­ir áhrif­um vegna til­skip­un­ar­inn­ar en hann fylg­ist vel með þróun mála.

Fjöldi Írana hefur búið lengi í Bandaríkjunum

„Fjöl­marg­ir Íran­ar búa í Banda­ríkj­un­um en síðan bylt­ing­in var í Íran, fyr­ir þrem­ur og hálf­um ára­tug, hef­ur fjöldi Írana flutt þangað. Til að mynda eru Íran­ar næst­stærsti hóp­ur inn­flytj­enda í Los Ang­eles. Sum­ir samland­ar mín­ir hafa búið vest­an­hafs í 30 ár og nýj­ar kyn­slóðir fólks hafa fæðst í Banda­ríkj­un­um. Ég er ekki með það á hreinu hversu mikið þessi til­skip­un mun hafa áhrif á það fólk,“ seg­ir Ali í sam­tali við mbl.is.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Sárir og móðgaðir

Ali þurfti í fyrsta sinn að fá sér­staka vega­bréfs­árit­un þegar hann fór til New York í fyrra, þrátt fyr­ir að vera með tvö­falt rík­is­fang. „Þrátt fyr­ir að hún sé gild í 10 ár vil ég ekki taka áhætt­una af því að fara þangað núna og verða jafn­vel vísað frá borði. Ég hef held­ur enga löng­un til að fara þangað eins og staðan er í dag,“ seg­ir Ali en ís­lensk­um manni var í gær meinað að fljúga til Banda­ríkj­anna vegna til­skip­un­ar­inn­ar. Mei­sam Rafiei er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari en hann fædd­ist í Íran og er einnig með rík­is­borg­ara­rétt þar í landi. Hann var á leið á US Open-mótið í taekwondo ásamt öðrum ís­lensk­um kepp­end­um þegar hon­um var vísað frá borði. Ali hef­ur einnig heyrt af sam­lönd­um sín­um sem eru sár­ir vegna til­skip­un­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Fluttur frá borði á síðustu stundu

„Einn maður er að læra í Banda­ríkj­un­um og kon­an hans hef­ur dvalið með hon­um á bráðabirgðaland­vist­ar­leyfi. Hún þurfti að fara heim til Íran og var ekki viss um að hún fengi land­vist­ar­leyfi aft­ur. Mann­in­um finnst hann hafa verið móðgaður og lang­ar að yf­ir­gefa Banda­rík­in.“

Þetta hellir olíu á eldinn

Ali þykir til­skip­un Trump ákaf­lega van­hugsuð og móðgandi fyr­ir lönd­in sjö. Það sé ekki nein hryðju­verkaógn frá Íran og hafi ekki verið í mörg ár. „Það hef­ur ekki komið einn ein­asti hryðju­verkamaður frá Íran og und­an­far­in 30 ár a.m.k. hafa þeir sem staðið hafa að hryðju­verk­um á Vest­ur­lönd­um ekki verið þaðan. Að tengja ein­hverja sér­staka ógn gagn­vart íbú­um Banda­ríkj­anna við mögu­leg­ar heim­sókn­ir fólks sem er fætt í Íran eða öðrum þeim lönd­um sem eru á þess­um svarta lista er ekk­ert annað en fá­rán­legt.“

Ali tel­ur að til­skip­un­in eigi ekki eft­ir að skapa ör­yggi í Banda­ríkj­un­um held­ur muni hún skapa aukna spennu á milli Banda­ríkj­anna og áður­nefndra landa. „Banda­rík­in hafa verið að berj­ast við Ríki íslams en þessi til­skip­un gef­ur bolt­ann í hend­urn­ar á hryðju­verka­mönn­un­um. Liðsmenn Rík­is íslams hljóta að vera­ ánægðir með þessa til­skip­un, þetta var það sem þeir vildu og hell­ir olíu á eld­inn. Trump hef­ur ekki hugsað málið til enda. Það er eins og hann sé að reyna að sanna sig og vel­ur að gera það á svona öm­ur­leg­an hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert