Smári McCarthy þingmaður Pírata, vill að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipi viðbragðshóp til að bregðast við aðgerðum nýrri Bandaríkjastjórnar. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum
Smári sagði nýtt andlýðræðislegt afl gegn frjálslyndum viðhorfum á Vesturlöndum nú fara með stjórnartaumana í Bandaríkjanna. „Þetta eru öfl sem ali á útlendingahatri og trúarofstæki og enginn veit hversu langt mun ganga,“ sagði Smári. „Framtíðin er óljós og það skiptir máli að fá svör.“