Vill banna launagreiðslur í reiðufé

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra hyggst beita sér fyr­ir frek­ari rann­sókn á af­l­andsund­an­skot­um og aðgerðum til þess að hindra þau. Þetta sagði hann meðal ann­ars í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins í kvöld þar sem þau mál voru til um­fjöll­un­ar.

Ráðherr­ann var innt­ur eft­ir því í þætt­in­um með hvaða hætti stjórn­völd ætluðu að beita sér til þess að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot í gegn­um fé­lög á af­l­ands­svæðum. 

Bene­dikt tjáði sig um málið á Face­book-síðu sinni í kvöld eft­ir þátt­inn þar sem hann sagði: „Jafn­framt mun ég und­ir­búa lög­gjöf til þess að þrengja að svarta hag­kerf­inu þar sem bannað yrði að greiða laun út með reiðufé og all­ir þyrftu að borga hluti yfir ákveðnu verði í gegn­um banka eða kred­it­kort þannig að viðskipt­in yrðu rekj­an­leg.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert