Flokkar tali skýrt um stefnu sína

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum náttúrulega ánægð og þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup þar sem flokkur hennar mælist með 23% fylgi. VG fékk 15,9% í þingkosningunum sem fóru fram í lok október.

Frétt mbl.is: Fylgi Viðreisnar minnkað mikið

„Við höfum fundið fyrir stuðningi úr samfélaginu að undanförnu og þá sérstaklega við þessar áherslur okkar á nauðsyn þess að ráðast í uppbyggingu í opinbera heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu og gera betur þegar kemur að kjörum aldraðra og öryrkja og erum auðvitað mjög ánægð með að sjá það birtast með þessum hætti í skoðanakönnunum.“

Frétt mbl.is: „Þetta er of lítið“

Katrín segir að það sé einnig upplifun vinstri grænna að ákveðið ákall sé í samfélaginu um að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn tali mjög skýrt um sína stefnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka